fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Eyjan

Trúin, skólarnir og prinsíppfestan

Egill Helgason
Mánudaginn 28. nóvember 2011 08:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Trú í skólum er vandmeðfarið mál.

Það fjarar undan kirkjunni á Vesturlöndum og æ fleiri eru efasemdamenn eða trúlausir, og svo eru hinir hálfvolgu og þeir sem leiða bara ekki hugann að þessu lengur.

Eftir því sem vísindin þróast er erfiðara að samsama þetta – við höfum annars vegar kristna trú sem setur manninn í miðjuna, segir að Kristur hafi dáið á krossinum til að bjarga mannkyninu, til að vera alvöru kristinn maður verður maður að fallast á það. Það er sjálfur kjarninn.

Svo höfum við alheim sem er sagður vera 13,7 milljarða ára gamall, Vetrarbrautina okkar sem ein sér hefur kannski 200 milljarða stjarna og geim þar sem eru 100 milljarðar vetrarbrauta. Kenningar sköpunarsinna duga skammt til að skýra þetta – efasemdirnar fæðast snemma, hjá mörgum strax á barnsaldri. Það er erfitt að sjá manninn sem miðdepil þessa – nema þetta sé allt ein allsherjar blekking, sjónarspil.

Hver er þá sannleikurinn í þessu öllu? Og hversu rík á sannleikskrafan að vera – gagnvart kirkjunni? Stundum finnst manni eins og prestarnir trúi ekki lengur sjálfir.

Það er fullyrt að kristið siðferði sé æðra öðru – að rétta leiðin til að kenna siðferði sé í gegnum boðorðin tíu eða dæmisögur Jesú.

En nú er því haldið fram, á þessum trúlitlu tímum, að ofbeldi hafi aldrei verið minna í heiminum og aldrei færri stríð – fordómar og kynþáttahatur séu á undanhaldi, og við lifum á tíma kvenfrelsis.

Trúarbrögð eiga auðvitað að vera partur af uppfræðslu í skóla. Börn þurfa að kunna skil á helstu sögunum úr Biblíunni, einfaldlega vegna þess að þær eru lykill að skilningi á svo mörgu í bókmenntum Vesturlanda og menningu. Við getum tekið söguna um Abraham og Ísak og flóttann úr Egyptalandi sem hafa verið notaðar á ótal vegu í bókmenntum og heimspeki – eða söguna um Lasarus.

En við skyldum ekki vanmeta ályktunargáfu barna. Sonur minn hefur verið að læra um trúarbrögð í skólanum. Hann komst að þeirri niðurstöðu að sér litist best á búddisma. Mér skildist á honum að honum fyndist búddisminn ekki vera jafn þröngur og kristnin og íslam sem hann var líka að læra um. Hann nefndi líka friðarboðskap og virðingu fyrir öllu sem lifir.

Um jólin mun hann væntanlega syngja Bjart er yfir Betlehem og Heims um ból – og litla sálminn eftir Helga Hálfdánarson sem er hafður yfir hér á heimilinu þegar fjölskyldan kemur saman á hátíðum. Trúin er svo víða í siðum okkar og menningu að það er mjög erfitt að koma sér upp mikilli prinsippfestu þegar hún er annars vegar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Framkvæmdastjóri N1: Látum breytingar koma hratt fram í verðinu – bæði til lækkunar og hækkunar

Framkvæmdastjóri N1: Látum breytingar koma hratt fram í verðinu – bæði til lækkunar og hækkunar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Forseti hefur lög að mæla – fólk vill ekki endurtekna gíslatöku á Alþingi

Orðið á götunni: Forseti hefur lög að mæla – fólk vill ekki endurtekna gíslatöku á Alþingi
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Vanstillt þjóðfélagsumræða

Björn Jón skrifar: Vanstillt þjóðfélagsumræða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp
Eyjan
Fyrir 1 viku

Breytingar í framkvæmdastjórn Póstsins – Eymar og Benedikt ráðnir

Breytingar í framkvæmdastjórn Póstsins – Eymar og Benedikt ráðnir
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla