fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Eyjan

Sigmundur hótar stjórnarslitum

Egill Helgason
Föstudaginn 25. nóvember 2011 23:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigmundur Ernir Rúnarsson hótar stjórnarslitum í grein á heimasíðu sinni. Hann skrifar:

„Hér skilur á milli Vinstri grænna og Samfylkingarinnar.

Gott og vel.

Verkefni næstu daga er að ráðherrar Samfylkingarinnar setji sig í samband við Huang Nubo og ráði málum fram. Það hefur alltaf verið siður Íslendinga að tala við útlenda gesti – en segja ekki nei við þá óséða. Það er Samfylkingarinnar að taka frumkvæði í málinu.

Ella skilur á milli.“

Þetta er nokkuð áhugavert.

Ef Samfylkingin færi í einhverjar sérviðræður við Huang Nubo um landakaup myndi það jafngilda stjórnarslitum.

Ef ekki, þá skilur á milli, segir Sigmundur.

Felst í því hótun um að hætta að styðja ríkisstjórnina – og færi þá Kristján Möller sömu leið?  Hann er ekki enn búinn að fyrirgefa að hann var sviptur ráðherradómi.

Þeir gætu gengið í Sjálfstæðisflokkinn – þar sem þeir virðast eiga ágætlega heima – en það setur strik í reikninginn að á þeim bæ eru skiptar skoðanir um jarðakaup Nubos. Bjarni Benediktsson hefur lýst sig andvígan þeim.

Það má svo velta fyrir sér hvað myndi gerast ef ríkisstjórnin félli.

Þá yrði líklega að boða til kosninga, stjórnarflokkarnir myndu líklega bíða afhroð, þingmenn þeirra myndu unnvörpum týna tölunni, Sjálfstæðisflokkur og Framsókn kæmust til valda – nema það yrði einhver allsherjarhreinsun með nýjum framboðum.

Það er allavega hugsanlegt.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur hefur mistekist hrapallega á húsnæðismarkaði

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur hefur mistekist hrapallega á húsnæðismarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk