Menn kynnu að velta fyrir sér hvor flokkurinn hafi þurft að gefa meira eftir í ríkisstjórnarsamstarfinu, Samfylkingin eða Vinstri grænir – svona í tilefni af reiði sumra Samfylkingarmanna vegna ákvörðunar Ögmundar Jónassonar að heimila Huang Nubo ekki að kaupa Grímsstaði á Fjöllum. Þeir hóta nú stjórnarslitum.
Það hefur orðið nokkuð ljóst að Samfylkingin er sem flokkur mjög hallur undir stóriðju, þrátt fyrir vissa stefnumörkun sem má teljast græn – má jafnvel fullyrða að Samfylkingin sé stóriðjuflokkur. Hún hefur að nokkru leyti orðið að gefa það eftir í stjórnarsamstarfinu.
Fórn Vinstri grænna er samt miklu stærri. Þegar þeir samþykktu að fara í samnngaviðræður við Evrópusambandið má segja að þeir hafi stefnt sjálfum tilverugrundvelli flokksins í hættu og er ekki útséð hvernig það fer.