fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Eyjan

Hannes og kommúnistarnir

Egill Helgason
Föstudaginn 25. nóvember 2011 17:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir byltinguna í Rússlandi og valdatöku Leníns og Stalíns byggði kommúnisminn á tvennu.

Lygum og fjöldamorðum.

Eftir hungursneyðina miklu í Úkraínu, útrýmingu bændastéttarinnar, sýndarréttarhöldin 1936-38 og borgarastríðið á Spáni fóru margir að sjá í gegnum bixið. Fjöldi menntamanna á Vesturlöndum sneri baki við kommúnismanum – víða í vestrænum fjölmiðlum mátti lesa hvernig sæluríkið var að virka í reynd.

Kommúnisminn náði sér aftur á strik eftir stríð. Menn dáðust að fórnum Sovétmanna í stríðinu, sáu Stalín í ljóma sigursins, kommúnisma var komið á í ríkjum Austur-Evrópu og í Kína komust kommúnistar til valda 1949.

Kommúnisminn gekk semsagt í endurnýjun lífdaga á þessum tíma. En það fór fljótt að falla á myndina.

Það var erfitt að trúa eftir sýndarréttarhöld Tékkóslóvakíu og fleiri ríkjum Austur-Evrópu, uppreisnina í Berlín 1953, leyniræðu Krjútsjofs, Ungverjaland 1956, byggingu Berlínarmúrsins 1961 – og eftir Tékkó 1968 og birtingu Eyjahafsins Gúlags eftir Solshenitsyn var það eiginlega ómögulegt.

Þeir voru þó furðu margir sem héldu í trúnna og aðrir sem höfðu séð hvernig var í pottinn búið kusu af þegja – af hugleysi eða vegna hagsmuna. Svo voru reyndar aðrir sem fóru að leita sér að nýjum og endurbættum  átrúnaði – í Kína menningarbyltingarinnar, Vietnam Hós frænda eða jafnvel í Albaníu. Núorðið virkar það grátbroslegt.

Þetta er saga sem er sjálfsagt að rifja upp – og fráleitt að afgreiða hana einungis vegna þess að Hannes Hólmsteinn Gissuararsson skráir hana. Ef hins vegar Hannes er of djarftækur í að bendla fólk við kommúnisma sem á það ekki skilið eða skella á það kommastimpli er sjálfsagt að leiðrétta það. Hannes er fljótvirkur, ekki alltaf nákvæmur og á það til að fella sleggjudóma.

En þá er þess náttúrlega að gæta Íslendingar eru ekki einir á báti. Bók Hannesar um íslenska kommúnista kemur í kjölfarið á þýðingu hans á Svörtu bókinni um kommúnismann,  það er franskt rit sem kom út árið 1997.

Kommúnistar voru sterkir í Frakklandi – líkt og á Íslandi – og eftir útkomu bókarinnar urðu miklar umræður um kommúnista og meðreiðarsveina þeirra. Sumir komu ansi illa út úr þeim, og má jafnvel segja að minning heimspekingsins Jean-Paul Sartres hafi ekki borið sitt bar síðan. Hann gekk furðu langt í þjónkun sinni við kommúnismann.

Annað sem Hannesi er borið á brýn er að vera stækur kommahatari sem hafi gengið erinda engu betri stefnu – semsagt frjálshyggjunnar. Frjálshyggjan hefur reynst vera býsna gölluð kenning, hún skilur víða eftir sviðna jörð og kannski endar hún á öskuhaugum sögunnar – en samt hefur ekki verið sett upp neitt gúlag í hennar nafni.

Annars hef ég bent sumum sem láta það fara svo óskaplega í taugarnar á sér að Hannes sé að nafngreina íslenska kommúnista að nú væri ráð að taka saman bók sem væri ekki vanþörf á að skrifa, eins konar spillingarsögu Íslands þar sem væri meðal annars farið yfir hermang, helmingaskipti, lóðabrask, stöðuveitingar og fleira.

Þar voru kjötkatlar sem íslenskir kommúnistar fengu helst ekki að komast að, þótt þeir bættu sér það aðeins upp með ferðum til austantjaldslanda, Rússagulli, Sovétviðskiptum og sumarleyfisferðum til Svartahafsins.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur hefur mistekist hrapallega á húsnæðismarkaði

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur hefur mistekist hrapallega á húsnæðismarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk