fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Eyjan

Fyrirsjáanleg ákvörðun

Egill Helgason
Föstudaginn 25. nóvember 2011 15:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ögmundur Jónasson var búinn að tjá sig með þeim hætti um kaup Huangs Nubo á Grímsstöðum á Fjöllun að óhugsandi var að hann myndi taka aðra ákvörðun en hann hefur gert.

Semsagt að leyfa Huang ekki að kaupa.

Þetta er deilumál sem að nokkru leyti gengur þvert á flokkslínur – innan Sjálfstæðisflokks er fólk sem er eindregið á móti kaupunum.

Ögmundur ber því við í ákvörðun sinni að landið sé svo stórt. En hjá því verður ekki litið að mest af því er eyðimörk þar sem erfitt er að stunda landbúnað. Nubo ætlaði að gefa eftir vatnsréttindi, svo það er spurning hvað sé að óttast.

Stundum er talað um að Kínverjar séu mjög forsjálir. Guðni Ágústsson taldi í grein að hugsanlegt markmið þeirra væri að koma á fót hrísgrjónarækt á „grænum grundum Eyjafjarðar“. Einn bloggari skrifaði að Kínverjar myndu ætla að koma sér upp „nýlendu“ á Grímsstöðum.

Hér var reyndar kínversk nýlenda um nokkurt skeið – meðan á byggingu Kárahnjúkavirkjunar stóð.

En þetta er samt ekki alltaf svona útpælt hjá Kínverjum. Þar má til dæmis benda á fjárfestingar þeirra í Svíþjóð sem hafa meira og minna farið í vaskinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur hefur mistekist hrapallega á húsnæðismarkaði

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur hefur mistekist hrapallega á húsnæðismarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk