Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar, rýnir í þjóðhagsspá Hagstofu Íslands. Hann segir að gengi krónunnar verði óbreytt til 2016 og að nú sé reiknað með hagvexti næstu sex árin.
Svo kemur þetta:
„Í spánni kemur fram að hlutfall ríkisútgjalda (samneysla) af landsframleiðslu nái lágmarki árið 2013 og verði rúm 23% en áður var það lægst árið 2007. Þá var ástæðan reyndar froðuvöxtur landsframleiðslu en nú er þetta sambland af hóflegum vexti landsframleiðslu og lækkun ríkisútgjalda.
Það tekur á að skrifa þetta opinberlega (ouch) en það er auðvitað saga til næsta bæjar að það eru vinstri menn sem eru að koma „bákninu burt“ því Steingrímur J. er að ná frábærum árangri hvað varðar hlutfall ríkisútgjalda (samneyslu) af landsframleiðslu skv. þjóðhagsspá Hagstofu Íslands.“