Maður hefur mikið séð Samfylkingarfólk stinga upp á Rögnu Árnadóttur sem forsetaefni.
Ég man að Steinunn Valdís Óskarsdóttir gerði það, sömuleiðis Kjartan Valgarðsson og nú Hrannar Björn Arnarson.
En fátt mun sennilega eyðileggja meira fyrir frambjóðendum en ef þeir líta út fyrir að vera í náðinni hjá stjórnmálaflokkum.
Ragna er mæt kona, en hún er fyrst og fremst embættismaður – sat sem embættismaður í ríkisstjórn nokkra hríð.
Að því leytinu er hún varla líkleg til að standa upp í hárinu á stjórnmálamönnum – og kannski ekki furða að Samfylkingunni, flokki forsætisráðherrans, lítist vel á hana.