Bragi Kristjónsson sagði í Kiljunni í gær frá verðlaunasögu Indriða G. Þorsteinssonar sem nefndist Blástör. Hún birtist í Samvinnunni á sínum tíma.
Ekki voru allir jafn hrifnir af höfundinum eða sögunni á sínum tíma. Lesandi síðunnar sendi þessa vísu sem hann segir að hafi verið ort um Indriða á þessum tíma:
Blá er blástararsagan
blár er höfundurinn
blátt verður blaðið af henni
en bláust er dómnefndin.