fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Eyjan

Aftur í búrkurnar

Egill Helgason
Miðvikudaginn 23. nóvember 2011 10:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sums staðar hefur maður sé gagnrýni vegna þess að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hafi verið ráðin sem yfirmaður skrifstofu UN Women í Afganistan.

Menn hafa talað eins og þarna sé náðugt djobb hjá Sameinuðu þjóðunum.

Það er ekki alveg víst.

Staðreyndin er sú að það gekk ekki vel að manna þetta starf.

Afganistan þykir ekki eftirsóttur starfsvettvangur. Það hvorki gengur né rekur í að koma á friði í landinu og það er ljóst að Bandaríkin og Natóríki leita leiða til að komast burt.

Afganistan verður skilið eftir í rúst – þannig hefur það reyndar verið lengi – og líklegt er að til valda komist einhvers konar sambræðingur milli stríðandi fylkinga í landinu. Talibanar eru ekki lengur ein hreyfing, heldur eru þeir margklofnir.

Ofbeldi gegn konum fer ekki minnkandi í Afganistan þrátt fyrir lög sem sett voru um jafnrétti kynjanna, þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum sem nefnist Langt í land.

Margt bendir líka til þess að þegar vestrið gefst upp í Afganistan verði konunum fórnað – þær verði sendar beint aftur í búrkurnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur hefur mistekist hrapallega á húsnæðismarkaði

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur hefur mistekist hrapallega á húsnæðismarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk