Margrét Tryggvadóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, bendir á að eftir landsfund Sjálfstæðisflokksins sé máski kominn meirihluti á þingi fyrir frekari leiðréttingu lána.
Í raun væri athyglisvert ef látið yrði reyna á þetta. Hreyfingin hlýtur að beita sér fyrir því.
Í því sambandi má benda á að erlendir hagfræðingar á ráðstefnu Alþjóða gjaldeyrissjóðsins í Hörpu nýlega töldu þörf á frekari lánaleiðréttingum.
Einn sá skarpasti af þeim, Willem Buiter, gekk svo langt að kalla 110 prósent leiðina geggjun.