Segi menn svo að hlutirnir þokist ekki aðeins áfram í Rússlandi.
Í þessari frétt segir að fjöldi áhorfenda á glímukappleik hafi baulað á Pútín, forsætisráðherra og forsetaefni.
Á tíma Stalíns var aðeins annað uppi á teningnum.
Enginn hefði þorað að baula á Stalín, nei, þvert á móti – þegar hann kom fram voru menn í háska, þeir sem hættu fyrstir að klappa gátu átt á hættu að lenda í gúlaginu.
Þannig að þeir klöppuðu og klöppuðu – og klappið gat nánast haldið áfram út í hið óendanlega.
Það var líka klappað í hvert skipti sem nafn Stalíns var nefnt á fundum – og þá var eins gott að hætta ekki of snemma.
Stalín lét hins vegar sjálfur eins og hann væri hógvær maður – þótt hann væri umlukinn einhverri mestu persónudýrkun í sögunni. Pútín þykist hins vegar ekki vera hógvær – það má hann eiga.