fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Eyjan

Guðni Th: Aðeins um bráðabirgðastjórnarskrána

Egill Helgason
Mánudaginn 21. nóvember 2011 16:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur sendi eftirfarandi athugasemd:

— — —

Í Silfri Egils um helgina ræddi Reimar Pétursson hæstaréttarlögmaður um tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá. Var sá málflutningur röggsamur og skýr. Þótt Reimar viðurkenndi fúslega að auðvitað væru á stjórnarskránni „ákveðnir annmarkar“ kvað hann ljóst að hugmyndir ráðsins gerðu illt verra. Helst vildi hann því að þær yrðu lagðar til hliðar enda skyldu þeir menn flýta sér hægt sem vildu breyta stjórnarskrá.

Þar að auki sagðist Reimar halda að hún stæðist engan veginn „hugmyndin um lýðveldisstjórnarskrána sem bráðabirgðaplagg“. Skrif mín um þau mál virtust þá meðal annars höfð til hliðsjónar. Til fróðleiks langar mig til að benda fólki á þau, ekki til að vilja endilega eiga síðasta orðið heldur vegna þess að mér finnst enn að það fari ekki á milli mála að á sínum tíma var stjórnarskráin aðeins samin til bráðabirgða. Allur undirbúningur málsins miðaðist við það, öll umræða á alþingi ber keim af því og sömuleiðis áform um breytingar í stjórnarsáttmála fyrstu ríkisstjórnarinnar á lýðveldistíma, að ekki sé minnst á allar nefndirnar sem hafa verið skipaðar um endurskoðun stjórnarskrárinnar.

Þau rök sem Reimar nefndi í sjónvarpsþættinum fyrir því að fólk skyldi ekki flana að neinu styðja einmitt þessa söguskoðun, finnst mér: Hann nefndi réttilega að lýðveldisstjórnarskránni hefði verið breytt nokkuð í tímans rás. Þar á meðal eru ný ákvæði um kjördæmaskipan sem var mikið bitbein nær alla síðustu öld. Sama gildir um nýjan kafla um mannréttindi. Stjórnarskrána hefur þannig þurft að endurskoða vegna þess að hún var samin til bráðabirgða, á tímum þegar þjóðareining þótti varða öllu. Enn er verk að vinna því að á skránni eru óneitanlega ákveðnir annmarkir. Það þarf alls ekki að þýða að henni þurfi að umbylta. Hitt virðist þó ljóst að í meira en sextíu ár hefur þingheimi mistekist að skilgreina betur en gert er í lýðveldisstjórnarskránni völd og valdmörk þjóðhöfðingja, þings og ríkisstjórnar. Áhugasamir geta lesið meira á þessari slóð hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur hefur mistekist hrapallega á húsnæðismarkaði

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur hefur mistekist hrapallega á húsnæðismarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk