Bretar vöknuðu við ströng varnaðarorð frá bankastjóra Englandsbanka, Mervyn King.
Hann segir að hætta sé á kreppu í líkingu við þá sem hófst 1929 – eða jafnvel ennþá verri.
Englandsbanki ætlar að prenta peninga og dæla út í hagkerfið til að vinna gegn þessari vá.
Hin alræmdu matsfyrirtæki hafa lækkað einkunnir stórra breskra banka eins og RBS og Lloyds – enginn hagvöxtur mælist nú í Bretlandi.