fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Eyjan

Týnd kynslóð

Egill Helgason
Föstudaginn 7. október 2011 23:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er þáttur á Stöð 2 sem heitir Týnda kynslóðin. Ég ætla ekki að fjalla um þáttinn sjálfan heldur nafnið á honum – það er svo innilega merkingarlaust eins og það er sett fram.

Týnda kynslóðin – a lost generation, une génération perdue – er notað um aldurshóp fólks, og þá sérstaklega karlmenn, sem barðist í heimstyrjöldinni fyrri. Heitið á uppruna sinn hjá vinunum og rithöfundunum Gertrude Stein og Ernest Hemingway. Einkunnarorð Hemingways í skáldsögunni The Sun Also Rises frá 1926  eru: „You are all a lost generation.“ Það er tilvitnun í Gertrude Stein.

Þessi kynslóð hafði gengið í gegnum skelfilegar og ónauðsynlegar hörmungar í stríðinu – og þegar því lauk átti hún erfitt með að aðlagast venjulegu lífi. Það sem beið var gjálífi hins ærslafulla þriðja áratugs, heimskreppa og loks uppgangur nasismans. Stein beindi þessu til höfunda á borð við Hemingways, F. Scott Fitzgerald og John dos Passos.

Hér hefur þessi frasi áður verið notaður úr samhengi. Þá voru haldin einhverjar upprifjunarskemmtanir rokk og bítlaáranna undir heitinu Týnda kynslóðin. Það er alveg jafn merkingarlaust og nafn sjónvarpsþáttarins – en auðvitað alveg sárasaklaust.

Gertrude Stein er sögð hafa búið til frasann „týnd kynslóð“, en Hemingway gerði hann frægan. Hér er hún með Alice B. Toklas á götu í París.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

EyjanFastir pennar
Fyrir 10 klukkutímum
Týnd kynslóð

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Algengir stjórnunarhættir

Óttar Guðmundsson skrifar: Algengir stjórnunarhættir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Binni í Vinnslustöðinni spinnur fantasíu

Orðið á götunni: Binni í Vinnslustöðinni spinnur fantasíu