Það eru margir að minnast Steve Jobs í dag. Hann var merkismaður – og jú, ég er Applenotandi frá því 1985. Get ekki hugsað mér að eiga aðrar tölvur.
En ekki tókst allt sem Jobs tók sér fyrir hendur.
Þegar hann fór frá Apple á níunda áratugnum stofnaði hann fyrirtæki sem hét NeXT.
NeXT tölvurnar voru ansi flottar og að sumu leyti á undan sínum tíma slógu ekki í gegn. Á Wikipedia segir að einungis 50 þúsund tölvur af þessari tegund hafi selst.
En ég hef semsagt orðið svo frægur að vinna á NeXT tölvu – ég ímynda mér að nú þyki þær nokkuð merkilegir safngripir.