fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Eyjan

Forneskjuviðhorf

Egill Helgason
Þriðjudaginn 4. október 2011 13:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristján Eldjárn og Vigdís Finnbogadóttir tóku ekki afstöðu til pólitískra mála. Þau settu sig aldrei upp á móti ríkisstjórnum.

Þegar Ólafur Ragnar Grímsson tók við var þessi hefð í gildi. Ólafur færði smátt og smátt út mörkin.

En það var svo að hann mátti ekki tjá sig án þess að fá á sig skammir, einatt komu þær fram í leiðurum Morgunblaðsins. Á þeim árum var kalt stríð milli forsetans og forsætisráðherrans.

Ólafur Ragnar talaði um vonda vegi á Vestfjörðum –  það var talið að hann hefði farið út fyrir verksvið sitt  og hann fékk bágt fyrir.

Hann hefur aldeilis breytt hlutverki forsetans, kannski verður það aldrei samt aftur. Um það kann að verða tekist á í forsetakosningum.

En nú hljóma það eins og forneskjuviðhorf þegar Jóhanna Sigurðardóttir og fleiri ráðherrar segja að forsetinn þurfi alltaf að vera í algjörum samhljómi við ríkisstjórnina.

Sé dæminu stillt þannig upp er í raun alveg óþarfi að kjósa sérstakan forseta með þátttöku allrar þjóðarinnar – þá getur til dæmis forseti Alþingis alveg eins séð um að vera almennur tækifærisræðumaður og veislustjóri.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

EyjanFastir pennar
Fyrir 8 klukkutímum
Forneskjuviðhorf

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Algengir stjórnunarhættir

Óttar Guðmundsson skrifar: Algengir stjórnunarhættir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Binni í Vinnslustöðinni spinnur fantasíu

Orðið á götunni: Binni í Vinnslustöðinni spinnur fantasíu