Pressan vitnar í viðtal sem birtist í Morgunblaðinu við Vlad Vaiman, prófessor við Háskólann í Reykjavík.
Í Silfri Egils í gær var talsvert fjallað um spillingu – orð Vaimans eru mjög í anda þess sem þar var sagt:
„Því er ekki að neita að íslenskt viðskiptalíf er mjög ungt á alþjóðlega vísu. Landið var lengi einangrað, bæði stjórnmálalega og efnahagslega, og fyrir vikið ber enn á því að fólk í valdastöðum hygli skyldfólki og vinum við ráðningar í stöður. Það er líka nánast sama hvaða svið atvinnulífsins er skoðað, tengsl við stjórnmál eru áberandi: iðnaður, sjávarútvegur, landbúnaður, fjármálastarfsemi – alls staðar virðast þræðir liggja til stjórnmálamanna. Þetta er sá veruleiki sem fólk elst upp við og gerir sér jafnvel ekki grein fyrir því hvað tengsl viðskiptalífs og stjórnmála eru sterk, og miklu sterkari en í flestum öðrum vestrænum löndum.“