fbpx
Sunnudagur 14.september 2025
Eyjan

Ranghugmyndir um Kína

Egill Helgason
Mánudaginn 3. október 2011 10:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er merkilegt að skoða hvernig klisjur geta breiðst út.

Ein er sú að Kínverjar séu að kaupa allan heiminn – og angi af henni er að Kínverjar hugsi til svo langs tíma.

Ég sá þetta síðast í viðtali við mann sem er að reyna að safna peningum til að Íslendingar geti keypt Grímsstaði á Fjöllum og forðað þeim þannig undan fjallaskáldinu Huang Nobu.

Sjálfur innanríkisráðherra Íslands sagði líka eitthvað í þessa veru.

En ekkert í kínverskri sögu nútímans rennir stoðum undir þetta.

Kínverska keisaradæmið féll endanlega í byrjun síðustu aldar, það var algjörlega þrotið af kröftum og hafði gert eintómar skyssur í samskiptum sínum við umheiminn. Upplýsingin og iðnvæðingin hófust í Evrópu en ekki Kína.

Þá tók við langt skeið borgarastríðs þar sem herstjórar bárust á banaspjótum – kínverska lýðveldið undir stjórn Kuomintang-hreyfingarinnar var alltaf veiklað og spillt. Kommúnistar ná völdum 1949. Maó leiddi þjóðina út í algjört rugl, Stökkið stóra og Menningarbyltinguna sem kostuðu milljónir mannslífa.

Þegar tímabili maóismans lauk tók við herskálakapítalisminn sem enn ríkir í Kína. Fylgifiskur hans er mikill efnahagsuppgangur  – Kína er orðið eins og risastórt færiband fyrir Bandaríkin – en líka stórfelldur flutningur fólks úr sveitum og efnahagsbóla sem gæti endað með hvelli. Í rauninni er kínverska efnahagsundrið mjög óstöðugt.

Hér er til dæmis athyglisverð umfjöllun um draugaborgir og tómar verslunarmiðstöðvar  í Kína:

Staðreyndin er sú að Kínverjar eiga nú peninga til að fjárfesta annars staðar í heiminum – það er ný staða. Og tækifærin blasa víða við í efnahagshremmingunum á Vesturlöndum. Kína getur heldur ekki til langframa byggt eingöngu á frumframleiðslu fyrir vestræna markaði þar sem ódýrt vinnuafl er aðalatriðið.

En að það sé eitthvert stórkostlegt langtímaplan að baki – það er ýkjukennt og í engu samræmi við sögu Kína síðustu öldina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 klukkutímum
Ranghugmyndir um Kína

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Algengir stjórnunarhættir

Óttar Guðmundsson skrifar: Algengir stjórnunarhættir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Binni í Vinnslustöðinni spinnur fantasíu

Orðið á götunni: Binni í Vinnslustöðinni spinnur fantasíu