fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Eyjan

Ræningjabæli

Egill Helgason
Þriðjudaginn 25. október 2011 11:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Formaður Samtaka iðnaðarins skrifar grein í Morgunblaðið í morgun. Hann er nýkominn úr ferð til Moskvu og dásamar það sem bar fyrir augu. Fjárfestingar á fullu og mjög lágir skattar. Honum sýnist að við gætum lært af Rússum í þessu efni.

Sjálfur var ég á ferð í Moskvu fyrir nokkru og sá samfélag sem undirlagt af spillingu og misrétti. Almenningur lepur dauðann úr skel – lifir á kálsúpu – meðan vellauðug yfirstétt keyrir um á lúxusbifreiðum, dvelur á dýrustu hótelum í heimi, étur á veitingahúsum þar sem maturinn kostar mánaðarlaun alþýðunnar – ef ekki árslaunin. Langlundargeð Rússa gagnvart kúgun og ofríki er með ólíkindum. Samfélagið virtist miklu sjúkara en mann hefði órað fyrir. En Rússar þekkja það auðvitað ekki að búa við gott stjórnarfar – það er óþekkt í sögu ríkisins.

Það er nákvæmlega ekkert eftirsóknarvert við þetta – Moskva kom mér fyrir sjónir eins og ræningjabæli. Yfirstéttin fær meira að segja að keyra bílana sína hraðar en almenningi leyfist – en lögreglan situr um að drýgja tekjurnar með því að kúga fé út úr fólki. Það sem að mér fannst einna skelfilegast var hvað fólk var gjarnt á að kenna útlendingum um hlutskipti sitt – líka innflytjendum sem hafa komið frá gömlu Sovétlýðveldunum og ekki síst gyðingum!

En það er kannski ekki spurning á hvers konar hóteli formaður Samtaka iðnaðarins hefur fengið að búa – og hvað honum hefur verið sýnt. Ætli það sé ekki eitthvað í ætt við það sem það sem var uppi á teningnum í Sovétferðunum í gamla daga?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Stefnuræða forsætisráðherra: Biður fólk um að gæta orða sinna

Stefnuræða forsætisráðherra: Biður fólk um að gæta orða sinna
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Hálf öld frá því að miðillinn sem öllu breytti hóf göngu sína

Hálf öld frá því að miðillinn sem öllu breytti hóf göngu sína
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar