fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Eyjan

Michael Lewis: Þeir vissu ekki hvað þeir voru að gera

Egill Helgason
Fimmtudaginn 13. október 2011 15:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mér barst eftirfarandi þýðing/endursögn á viðtali við Michael Lewis, en hans hefur áður verið getið hér á síðunni vegna nýútkominnar bókar sem nefnist Boomerang. Má geta þess að bókin er að fá talsverða athygli á bókamessunni í Frankfurt.

— — —-

Bandaríski rithöfundurinn og blaðamaðurinn Michael Lewis fjallaði um vanhæfni íslenskra „fjármálasnillinga“ í viðtali við þáttarstjórnandann Charlie Rose á viðskiptastöðinni Bloomberg á dögunum.

Lewis er þekktur hérlendis fyrir greinina Wall Street on the Tundra, sem hann skrifaði í tímaritið Vanity Fair skömmu eftir hrun, þar sem dregin var upp háðsk mynd af íslenskum bankamönnum og ofurtrú Íslendinga á sjálfum sér.

Í viðtalinu við Rose fjallar hann um menningarlegan mun. Hann segir að alþjóðlega fjármálakreppan sé í rauninni ekki alþjóðleg, heldur margar staðbundnar, sem velti á menningu hvers lands. Þannig hafi íslenska hrunið verið ólíkt því írska, vegna oftrúar íslenskra karlmanna á sjálfum sér. „Íslenski karlmaðurinn hafði hvöt til fara í útrás og leggja undir sig hluti. Þeir írsku gerðu það ekki. Þeir horfðu inn á við.“

Eftirfarandi er brot úr viðtalinu.

Hvað gerðist á Íslandi?

Charlie Rose: Byrjum á Íslandi. Hvað gerðist á Íslandi?

Michael Lewis: Ísland breytti sér í vogunarsjóð. Þetta er 300 þúsund manna þjóð. Aldrei gleyma því. Við erum að tala um Peoria, Illinois. Þeir voru með nokkra banka sem höfðu aðgang að nokkrum milljörðum dala, sem á fjórum til fimm árum söfnuðu 140 milljörðum dala í eignum og urðu alþjóðlegir.

Rose: Og þessar eignir voru?

Lewis: Allt frá indverskum orkuverum, til danskra dagblaða, til breskra smásala og breskra fótboltaliða. Þeir fóru út og sigruðu heiminn. Þeir fengu lánað frá útlöndum og fóru í útrás. Það var bóla, en það var ekki nóg að gera á Íslandi. Stóru hlutirnir gerðust erlendis. Þetta var land sem hafði orðið ríkt af fiskveiðum, skynsamlega. Þetta var efnahagslíf sem byggðist á fiskveiðum. Þeir erum með stór og gjöful fiskimið. Þetta var bókstaflega þannig að atvinnumenn í fiskveiðum gengu í land af bátum sínum og gerðust gjaldeyrismiðlarar. Ég varði tíma með einum þeirra, manni sem var álitinn hæfileikaríkur í þorskveiðum. Maður heyrði það á honum þegar hann talaði um það, að hann væri góður í því sem hann gerði. Hann var þrítugur og hafði verið í þessu frá 16 ára aldri. Þetta var það eina sem hann langaði að gera. Svo sagði einhver skyndilega að maður gæti fengið tvöfalt hærri tekjur á því að skipta með gjaldmiðla í bankanum. Hann yfirgaf bátinn, fór inn í bankann, og þremur dögum seinna leyfðu þeir honum að eiga viðskipti með eignasafn og taka áhættur fyrir hönd bankans.

Sjálfumglaðir Íslendingar

Lewis: Þeir voru vímaðir af þeirri hugmynd að þeir væru fjármálalegir galdramenn. Og raunar er þetta það sem margir gerðu í góðærinu. Þeir bjuggu til sjónarhorn til að réttlæta aðstæðurnar. Þeir sögðu sjálfum sér að Íslendingar væru í alvörunni sérstaklega hæfir í því að taka áhættu í fjármálum. Heimurinn hefði bara ekki uppgötvað það fyrr en núna. Þúsund ár af fátækt, með hagsæld vegna fiskveiða í kjölfarið. Eitthvað hafði undirbúið þá fyrir ..

Rose: Þeir keyptu þetta.

Lewis: Þeir keyptu þetta. Og það fyndna er að þetta var lítið véfengt. Í svona litlu samfélagi hefði maður haldið að allir þekktu hvern annan. Að þeir myndu vita… „Stefán, ég hef þekkt þig frá því þú varst lítill drengur, þú ert ekki gjaldeyrismiðlari!“ Það var ekkert svoleiðis. Þeir trúðu þessu bara.

Rose: „Hvað ertu að gera? Þú veist ekkert um gjaldmiðla!“ Hlær.

Fólk, sem veit ekki neitt…

Lewis: Hlær. Þetta varð svo fáránlegt að þessir íslensku auðjöfrar keyptu stóran hluta af American Airlines og byrjuðu að skrifa minnisblöð og fréttatilkynningar um hvernig American Airlines þyrfti að breytast til að verða farsælt fyrirtæki. Hvaðan fá þeir þessa hugmynd? Að fólk, sem í grundvallaratriðum veit ekki neitt, geti farið og keypt fyrirtæki og rekið þau betur en fólk sem hefur verið í þessum bransa að eilífu?
Allt þetta íslenska fólk hafði verið menntað í bandaríska kerfinu. Þeir koma hingað í háskólanám. Þeir fá þetta frá okkur. Þetta var skopstæling af bandarískum efnahag. Þetta var skopstæling af bandarískum fjárfestum. Og þeir voru að endurspegla bjagaða mynd af okkur sjálfum.

Þetta voru karlmenn

Lewis: Hitt sem var svo sláandi var hversu karllægt þetta var. Þetta voru karlmenn. Það var stjórnmálaflokkur undir stjórn karlaveldis sem leysti bankana undan regluverkinu. Allir bankarnir voru undir stjórn karlmanna. Og maður hugsar: Hvað eru konurnar þeirra að gera, með því að leyfa þetta? Konurnar spiluðu greinilega með.

Kannski vegna þess að í aldir vissu íslenskir karlmenn greinilega hvað þeir voru að gera þegar þeir fóru í vinnuna. Þeir fóru að veiða og urðu bestir í heimi. Og svo segja þeir konunum að þeir kunni annað. Og þær spila með.

Rose: Og þær keyptu líka hluti…

Lewis: Svo hrundi þetta allt.

Þeir vissu ekki hvað þeir voru að gera

Rose: Af hverju hrundi þetta?

Lewis: Tja, vegna þess að þeir vissu ekki hvað þeir voru að gera. Þeir urðu fyrir stórtapi. Um leið og það var vafi um hvort þetta væri heilbrigð starfsemi hvarf sakleysið. Allir vildu fá peningana sína aftur. Þeir stórtöpuðu á fjárfestingum sínum. Og þá kom áhlaup á landið. Allir sem höfðu látið þá fá peninga vildu fá þá aftur.
En það sem gerðist þá milli kynjanna er áhugavert. Þetta var augnablik þar sem þú ert að keyra með konunni þinni og þú segist vita hvert þú ert að fara, en hún segir: „Stoppaðu og spurðu til vegar“. Og þú segir: „Ég veit hvert ég er að fara“, en ert týndur. Og hún verður brjáluð. Þau hentu öllum körlunum út úr stjórnunarstöðum í bönkunum og konur hafa verið kallaðar til í stjórnunarstöður. Þau kollvörpuðu ríkisstjórninni og kusu fyrsta lesbíska þjóðarleiðtogann. Ég held, að á vissan hátt, að það sé módel fyrir það sem gerist í bandarísku viðskiptalífi. Hluti af vandanum í bandarískum viðskiptum er karllæg fífldirfska. Rannsóknir hafa sýnt að karlmenn eru lélegastir í að höndla með peninga. Þeir halda að þeir viti hluti sem þeir vita ekki. Hlutir sem er ekki hægt að vita. Þeir halda að þeir sé sérfræðingar.“

Michael Lewis lýsir því svo hvernig karlmenn eru betri í því að trúa bullinu í sjálfum sér, og eigi þar af leiðandi auðveldara með að sannfæra aðra um að láta þá fá peninga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Algengir stjórnunarhættir

Óttar Guðmundsson skrifar: Algengir stjórnunarhættir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Binni í Vinnslustöðinni spinnur fantasíu

Orðið á götunni: Binni í Vinnslustöðinni spinnur fantasíu