Það er verið að loka réttargeðdeildinni á Sogni.
Þetta er heilbrigðisstofnun sem sér um sérlega viðkvæman hóp sjúklinga.
Einn helsti mælikvarðinn á mannúðina í samfélaginu er hvernig búið er að geðsjúkum.
En þegar þessi tíðindi berast brýst út ærandi hávaði í þingmönnum sem vilja ræða þetta á byggðapólitískum nótum.
Er það ekki aðeins út úr kú?