fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Eyjan

Að hnýta endana upp á nýtt

Egill Helgason
Fimmtudaginn 13. október 2011 17:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hægri vængur stjórnmálanna er í mikilli upplausn eftir efnahagskreppu undanfarinna ára. Frjálshyggjan er svo gott sem dauð, en íhaldsmenn vita ekki sitt rjúkandi ráð.  Teboðið fer hamförum í Bandaríkjunum – gamaldags repúblikana hryllir við. Það er heldur ekki mikil hugmyndaleg gerjun, heldur meira um hróp og köll.

Það hjálpar vinstri vængnum ekki mikið, hann er búinn að vera í hugmyndakreppu lengi – sem sér ekki fyrir endann á. Það er merkilegt að þessi kreppa kapítalismans hefur ekki gagnast vinstri mönnum neitt – nema kannski á Íslandi. Það tækifæri kann að vera að renna út.

Inn í þetta stígur höfundur sem nefnist Jay W. Richards. Ugla gefur út bók eftir hann að undirlagi Skafta Harðarsonar. Hún nefnist Peningar, græðgi og guð og þar er reynt að hnýta aftur þessa gömlu enda – kaptítalisma, gott siðferði og guðstrú. Eins og hlutirnir voru áður en galskapur hljóp í kerfið. Richards heldur því fram að meiri en ekki minni kapítalismi sé lausnin á vanda heimsins.

En Richards kemur við á fleiri sviðum, hann er líka menntaður í guðfræði, og hefur verið einn helsti talsmaður þess sem á íslensku kallast vithönnun eða sköpunarhyggja.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Algengir stjórnunarhættir

Óttar Guðmundsson skrifar: Algengir stjórnunarhættir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Binni í Vinnslustöðinni spinnur fantasíu

Orðið á götunni: Binni í Vinnslustöðinni spinnur fantasíu