fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Eyjan

Jón Kalman og aðrir stórhöfundar

Egill Helgason
Miðvikudaginn 12. október 2011 21:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég er ekki viss um nema Frakkar séu mesta bókmenntaþjóð í heimi. Þar er ekki bara blómleg bókaútgáfa og fjöldi bókaverslana, heldur er bókmenntaumræðan svo lífleg – og skiptir svo miklu máli. Það er stundum eins og líf og sál þjóðarinnar séu í húfi þegar rætt er um bókmenntir í Frakklandi.

Það er frábært að koma á svæði frönsku útgefendanna hér í Frankfurt. Þýskar bækur eru fallegastar, það stendur enginn Þjóðverjum á sporði í bókagerð, það er óskaplega mikið um að vera hjá Bandaríkjamönnunum og Bretunum en þeir virðast ekki hafa ýkja mikinn áhuga á þeim sem ekki skrifa á ensku. Hjá Frökkunum finnur maður áhuga á höfundum alls staðar að úr heiminum, eins og þessi ljósmynd sýnir.

Þetta er af bás hins stórmerka forlags Gallimard. Þarna má sjá Jón Kalman Stefánsson innan um höfunda eins og Martin Amis, Borges, Handke, Hemingway, Hrabal, Hertu Müller, Amos Oz, Ohran Pamuk, Philip Roth, Bernard Schlink og Vargas Llosa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Algengir stjórnunarhættir

Óttar Guðmundsson skrifar: Algengir stjórnunarhættir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Binni í Vinnslustöðinni spinnur fantasíu

Orðið á götunni: Binni í Vinnslustöðinni spinnur fantasíu