fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Eyjan

Ísland á þessum októberdegi, þremur árum eftir hrun

Egill Helgason
Miðvikudaginn 12. október 2011 13:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru fréttir eins og þessi – um skuldauppgjör Ólafs Ólafssonar  – sem gera fólk á Íslandi brjálað af reiði.

Eða er það kannski bara farið að yppa öxlum yfir spillingunni?

Jú, Ólafur heldur áfram að lifa í vellystingum praktuglega, hann þarf reyndar að sjá á bak hlut í HB Granda og fiskveiðikvóta sem fylgdi.

Kvótinn er nú kominn í eigu erlendra vogunarsjóða.

En Ólafur var auðvitað ekki persónulega ábyrgur fyrir neinu. Þarna sleppur hann við 64 milljarða króna skuld meðan almenningur er í stanslausri baráttu við að greiða stökkbreyttar skuldir – sem meðal annars hlutust af braski manna eins og Ólafs.

Nú er beðið eftir sérlegum saksóknara. Nær hann kannski ekki að koma sama ákærum á hendur helstu fjárglæframönnunum – eða er þetta eins og Styrmir Gunnarsson talaði um í viðtalinu í Silfrinu um daginn, að hvorki íslensk löggjöf né dómstólar nái utan um mál af þessu tagi? Exeterdómurinn lofaði svo sannarlega ekki góðu.

Á Alþingi halda svo leiksýningar áfram. Eitt það nýjasta er tillaga um að krefja Breta um skaðabætur vegna hryðjuverkalaganna svokölluðu og þess tjóns og álitshnekkis sem þau hafi valdið Íslandi. Vissulega hefði mátt athuga betur með málsókn vegna beitingu þessara laga þótt margt bendi til þess að framferði íslensku bankamannanna hafi verið slíkt að Bretar hafi verið í nokkrum rétti. Það má kannski ekki segja á tíma þegar verið er að leika á strengi þjóðerniskenndar hér heima.

En upphæðin vekur athygli. Það eru hvorki meira né minna en 10 þúsund milljarðar á hendur Breta, en 500 miljarðar á hendur Nató og ESB hvoru um sig fyrir afskiptaleysi. Þetta mun vera um sjöföld þjóðarframleiðsla Íslands eða 35 milljónir á hvern innbyggjara landsins.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Algengir stjórnunarhættir

Óttar Guðmundsson skrifar: Algengir stjórnunarhættir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Binni í Vinnslustöðinni spinnur fantasíu

Orðið á götunni: Binni í Vinnslustöðinni spinnur fantasíu