Kiljan í kvöld er tvískipt, annars vegar erum við heima í myndveri á Íslandi og hins vegar á bókamessunni í Frankfurt.
Við segjum frá Falli Þráins Bertelssonar – ný bók eftir hann heitir því nafni og segir frá glímu við alkóhólisma.
Við skoðum bók sem nefnist Ný náttúra – það er sérlega athyglisvert úrval íslenskra landslagsljósmynda.
Páll Baldvin og Kolbrún fjalla um Meistaraverkið sem er smásagnasafn eftir Ólaf Gunnarsson, Ekki lita undan, en það er saga Guðrúnar Ebbu Ólafsdóttur, skráð af Elínu Hirst, og nýja útgáfu Hávamála eftir Þórarin Eldjárn og Kristínu Rögnu Gunnarsdóttur.
Bragi Kristjónsson kemur fram í þættinum eins og endranær.
Loks sýnum við frá íslenska skálanum á bókamessunni í Frankfurt sem hófst í gær og ræðum þar við gesti og gangandi.
Arnaldur Indriðason flytur ræðu við opnun bókamessunnar í gær.