George Monbiot skrifar í Guardian og rekur kenningar hagfræðingsins Steve Keen – sem hann segir að hafi séð efnahagsörðugleikana í heiminum fyrir.
Keen er svartsýnn og telur hættu á heimskreppu í líkingu við þá sem varð á fjórða áratug síðustu aldar.
Ástæðan er fyrst og fremst brjálæðisleg skuldsetning – peningar sem sé dælt í bankakerfi muni ekki ráða bót á þeim vanda.
Síðan segir að Keen vilji ráða bót á vandanum með almennri skuldauppgjöf. Stefnan eigi ekki að vera að endurheimta hin óábyrgu lán sem þeir dældu út. Sumir bankar muni fara á hausinn með þessu, en hin leiðin sé verri – fjöldagjaldþrot sem leiðir til þess að kreppan dýpkar enn.