fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Eyjan

Fyrsti dagur bókamessu

Egill Helgason
Þriðjudaginn 11. október 2011 21:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég hafði aldrei áttað mig á að bókamessan í Frankfurt væri svo risastórt fyrirbæri.

Sýningarsvæðið nær nánast yfir heilt borgarhverfi. Það er ógerningur að fara um þetta allt. Það er sagt að meira en sjö þúsund útgefendur kynni bækur sínar.

Reyndar er sýningin að hluta til helguð e-bókum þetta árið. Á ræðumönnum við setningu bókamessunnar í dag var að heyra að þeir væru mjög uggandi vegna þessa útgáfuforms. Þeir óttast að það muni leiða til stórfellds þjófnaðar á hugverkum – líkt og hefur gerst í tónlistarheiminum. Hver af öðrum komu stjórnmálamenn upp með heitstrengingar um að höfundarrétt yrði að virða.

Íslensku ræðumennirnir voru á svolítið öðrum nótum. Guðrún Eva Mínervudóttir og Arnaldur Indriðason fluttu prýðilegar ræður og töluðu um mikilvægi sagnaskáldskapar, Guðrún Eva varaði við þjóðrembu, Arnaldur talaði um vináttu Þjóðverja í garð Íslendinga.

Ólafur Ragnar Grímsson nefndi íslenskar söguhetjur eins og Bjart, Jón Hreggviðsson og Erlend, en Guido Westerwelle, utanríkisráðherra Þýskalands, hélt ræðu þar sem hann talaði eins og Ísland væri komið langleiðina inn í Evrópusambandið. Ég veit ekki hvort einhver fjölmiðill hefur tekið ræðuna upp, Westerwelle virtist tala blaðlaust þegar þarna var komið, en innihald hennar myndi ábyggilega vekja umtal ef fréttist.

Íslenski sýningarskálinn opnaði svo undir kvöldið. Hann er stórfallegur, byggir á því að sýna á stórum tjöldum hreyfimyndir af fólki við lestur. Þetta er afar falleg hugmynd og hún er sérlega vel útfærð. Það má segja að athyglin sem Ísland er að fá vegna bókasýningarinnar sé framar öllum vonum.

Við sýnum frá bókamessunni í Kiljunni annað kvöld.

Það má segja að Arnaldur Indriðason dragi vagninn fyrir íslenskar bókmenntir í Þýskalandi. Bækur hans hafa notið fáheyrðra vinsælda þar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

EyjanFastir pennar
Fyrir 12 klukkutímum
Fyrsti dagur bókamessu

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Algengir stjórnunarhættir

Óttar Guðmundsson skrifar: Algengir stjórnunarhættir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Binni í Vinnslustöðinni spinnur fantasíu

Orðið á götunni: Binni í Vinnslustöðinni spinnur fantasíu