Þegar fólk ferðast eru nokkrir hlutir sem flestir gá fyrst að.
Það leitar að ódýru flugfari.
Það leitar að gistingu – vill hafa hana góða og örugga, en ekki borga of mikið.
Sumir leita að bílaleigubílum – það er blóðugt að þurfa að borga of mikið fyrir þá.
Loks kíkja margir á úrval veitingastaða – og verðlagið á mat og drykk.
Þetta eru aðalatriðin.
Einhvers staðar mjög neðarlega á listanum koma pönnukökur með sykri.