fbpx
Sunnudagur 14.september 2025
Eyjan

1. október

Egill Helgason
Laugardaginn 1. október 2011 16:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mótmælin við Alþingishúsið í dag reyndust vera friðsöm – mestanpart. Það þarf ekki að skipta um rúður í húsinu í þetta sinn.

Það var talsverður fjöldi við mótmælin, þótt ekki væri sama dramatíska andrúmsloft og þegar mótmælt var á fyrstu dögum þingsins síðastliðið haust. Þunginn var meiri þá.

Sá einstæði atburður varð að eiginkona forseta Íslands sleppti messunni og fór og tók sér stöðu með mótmælendum. Dorrit er vinsæl kona og fer sínar eigin leiðir og hún kemst upp með þetta.

Lögreglusambandið lýsir því yfir að því þyki miður að hafa verið „notað sem mannlegur skjöldur milli þings og þjóðar“. Þetta er sérkennilegt orðalag. Lögreglan gætir öryggis þeirra sem fara með stjórn landsins – við höfum ekki her á Íslandi sem hægt er að kalla út. Geri hún það ekki er þjóðskipulagið sett í hættu.

Ólafur Ragnar heldur ræðu þar sem hann segir að verði að klára breytingar á stjórnarskránni fyrir forsetakosningar næsta sumar. Það er ekki alveg ljóst hvað vakir fyrir honum, en Ólafur veit manna best að þetta er ekki hægt. Tvö þing þarf til að samþykkja stjórnarskrá. Þetta myndi þýða að taka þyrfti tillögur stjórnlagarráðs til meðferðar, kjósa um þær á Alþingi, rjúfa þing, boða til nýrra kosninga og taka þá stjórnarskrána fyrir aftur.

Ólafur heldur því fram að tillögum stjórnlagaráðs fylgi stóraukin völd forseta – stjórnarráðsfulltrúinn og stjórnmálafræðingurinn Eiríkur Bergmann er ekki sammála þeirri túlkun.

Vissulega gæti það verið vandræðaleg staða að kjósa forseta – og vera ekki alveg viss um hvert hlutverk hans á að vera, en á sama tíma má geta þess að starf forseta eftir langa valdatíð Ólafs Ragnars horfir talsvert öðruvísi við en áður. Kristján Eldjárn og Vigdís Finnbogadóttir tjáðu sig ekki um pólitísk átakamál – og var þó nóg af þeim á tíma hans – og Halldóra Eldjárn fór ekki út og stóð með mótmælendum við þingsetnngar né heldur Dóra Þórhallsdóttir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 klukkutímum
1. október

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Algengir stjórnunarhættir

Óttar Guðmundsson skrifar: Algengir stjórnunarhættir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Binni í Vinnslustöðinni spinnur fantasíu

Orðið á götunni: Binni í Vinnslustöðinni spinnur fantasíu