Mótmælin gegn fjármálavaldinu færast í aukana – eins og við Styrmir Gunnarsson ræddum í Silfrinu í dag.
En það eru síður en svo allir hrifnir.
Forsetaframbjóðandi í Bandaríkjunum heitir Herman Cain. Hann er viss um hvað er á seyði og segir:
„Ekki kenna Wall Street um, ekki kenna stóru bönkunum um, ef þú ert atvinnulaus og ekki ríkur, geturðu engum öðrum kennt um en sjálfum þér.“
Frambjóðandinn, sem Teboðshreyfingin hefur mikið dálæti á, bætir við að sér sýnist að mótmælin séu „andkapítalísk“.
Cain er rísandi stjarna og er jafnvel talinn geta náð tilnefningu Repúblikanaflokksins.