Það er dálítið fyndið að hugsa um það eftir á að John Cleese skuli hafa verið fenginn til að leika í auglýsingum fyrir Kaupþing.
Cleese er frægastur fyrir að leika hálfsturlaða menn, líkt og í Monty Python-þáttunum og í Fawlty Towers. Menn sem hafa ekki stjórn á sér. Menn sem eru á mörkunum.
Stundum gengur hann á hurðir, stundum lemur hann hausnum í veggi, stundum er nóg að hann ranghvolfi augunum.
En þetta var semsagt talið hæfa Kaupþingi.
http://www.youtube.com/watch?feature=player_embedded&v=nc1eRmk7ijc