Ég skemmti mér vel yfir nýrri skáldsögu Ármanns Jakobssonar sem nefnist Glæsir. Þar leikur hann sér að fornsögunum, þekktum persónum og minnum þaðan, á skemmtilegan hátt.
Sumt hefur reyndar ágæta skírskskotun til samtímans, eins og til dæmis þessar línur af síðu 64 í bókinni:
„Þessir útskerjakonungar hér í norðrinu deildu svo landinu til manna sinna alveg eins og gert var suður í Vallandi. Á alþingi var látið sem allir hinir betri bændur væru jafnir en svo var aldrei í raun. Fremstir allra voru goðarnir sem létu sér ekki nægja að stjórna blótum heldur voru í óða önn að koma sér upp kerfi þar sem allir bændur áttu sitt undir einhverjum goða. Þess vegna héldu þeir stór heimili og flestir voru með rummunga í þjónustu sinni sem tóku hús á þeim bændum sem þóttust ætla að standa einir og gjalda engum goða fyrir vernd og aðra greiðasemi.“