Eva Joly og Björk birtast saman í franska tímaritinu Elle. Þetta má sjá á vefsíðu Evu Joly.
Það er spurt hvort þær séu vinkonur, já þær eru það, en þær segjast ekki hafa farið í frí saman.
Eva segir að hún vildi gjarnan vera Björk stjórnmálanna.
Og Björk segir að Eva sé kjarkmikil kona og telur að það verði lán fyrir Frakkland ef hún verður forseti.
Það er vitnað í norrænan uppruna þeirra beggja, Björk segist kunna að prjóna eins og íslenskar konur en Eva segir að í huga hennar sé hamingjan að fara í útlegu á lítilli eyju.