Sá fáheyrði atburður varð við þingsetningu að enginn dómari úr Hæstarétti mætti.
Það hefur heldur engin skýring fengist frá dómurunum. Það er eiginlega óhugsandi að þeir hafi allir verið forfallaðir þennan laugardag í október.
Ég hélt fyrst að nærtækast væri að halda að þeir væru svo hræddir að þeir hefðu ekki þorað að mæta – að þeir hefðu óttast mótmælendur.
En svo var mér bent á að kannski væri þeim í nöp við ríkisstjórnina og Alþingi.
Getur það verið – og þá er nærtækasta skýringin kannski sú að stjórnin skipaði svonefnt Stjórnlagaráð þrátt fyrir að Hæstiréttur hefði ógilt kosningar til Stjórnlagaþings?
Eða hvað?
En sé þetta raunin þá höfum við deilur milli forseta og ríkisstjórnar og ríkisstjórnar og Hæstaréttar. Það er ansi skrítin staða.