Hér er viðtal úr sjónvarpsþætti Charlies Rose þar sem hann ræðir við Michael Lewis, höfund bókarinnar Boomerang: Travels in the New Third World sem áður hefur verið getið hér á vefnum.
Í viðtalinu fara þeir vítt og breitt en tala meðal annars um snilld Íslendinga í viðskiptum – Lewis þykir reyndar ekki mikið til hennar koma. Í huga hans varð Ísland einhvers konar skrípaútgáfa af kauphallarviðskiptum.