Þegar fyrrverandi og tilvonandi forseti Rússlands skrifar grein og segist vilja sameina Austur-Evrópu er hætt við að fari um einhverja í þeim heimshluta.
Ekki síst þegar á það er litið að þessi náungi er liðsmaður innar illræmdu lögreglu sem eitt sinn hét KGB. Rússland er líka fjarri því að vera alvöru lýðræðisríki.
Ætli þeim hrylli ekki mest við í Póllandi og Eystrasaltslöndunum. En það eru ábyggilega fleiri sem líst ekki á blikuna.