fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Eyjan

Bókabúð á Flateyri, fuglar Gröndals og skáldsaga Ármanns

Egill Helgason
Miðvikudaginn 5. október 2011 11:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Kiljunni í kvöld förum við vestur á Flateyri og skoðum skemmtilega gamla bókabúð sem þar er. Verslunarstjórinn Sunna Dís Másdóttir sýnir okkur bækur og gripi úr búðinni, en verslunarrekstur hófst þar snemma á síðustu öld.

Við skoðum nýja og glæsilega útgáfu á fágætu verki eftir Benedikt Gröndal. Þetta eru myndir hans af íslenskum fuglum og skýringartextar með. Myndirnar eru sérlega fallegar og koma nú út í vandaðri bók hjá Crymogeu í ritstjórn Kristins Hauks Skarphéðinssonar náttúrufræðings.

Björn Þorláksson, blaðamaður á Akureyri, segir frá uppáhaldsbókum sínum og við heyrum í frönsku ljóðskáldi, Anne Kawala, sem er gestur á Alþjóðlegri ljóðahátíð sem hefst í Reykjavík á morgun.

Kolbrún og Páll fjalla um nýja skáldsögu eftir Ármann Jakobsson sem nefnist Glæsir, en í spjalli okkar Braga kemur meðal annarra við sögu Hendrik Ottósson.

Tvær af hinum hugþekku fuglamyndum Benedikts Gröndal. Hann var náttúrufræðingur, teiknari, skáld, þýðandi, prósahöfundur og kennari og lék þess auki á hljóðfæri – einstakur maður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Algengir stjórnunarhættir

Óttar Guðmundsson skrifar: Algengir stjórnunarhættir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Binni í Vinnslustöðinni spinnur fantasíu

Orðið á götunni: Binni í Vinnslustöðinni spinnur fantasíu