Guardian segir frá könnun sem leiðir í ljós að af tíu þróuðustu ríkjum í Evrópu sé verst að búa á Bretlandi. Þrátt fyrir efnahagserfiðleika eru lífsgæðin meiri á Írlandi, Ítalíu og Spáni.
Best er samkvæmt könnuninni að búa í Frakklandi.
Þarna spila ýmsir þættir inn í, kaupmáttur, eftirlaunaaldur, skólakerfi, heilbrigðisþjónusta, glæpir – og veður.