Á maður að segja að þeir sem hugsa svona séu psýkópatar, sósíópatar, siðleysingjar, gráðugir drullusokkar – eða er þetta hressandi hreinskilni í manninum? Að þetta sé bara einn af þeim sem kann að spila á kerfið.
Kannski blanda af þessu öllu.
Guð hjálpi okkur ef þetta eru viðhorfin sem stjórna heiminum.
Þetta er sjúkt – nei, helsjúkt. Maðurinn er að segja að honum og stétt hans sé í rauninni skítsama um allt nema að græða peninga.
Sama þótt heimurinn farist á meðan.
Í rauninni yrði manni ekki verr við þótt maður sæi stormsveitarmann í stað þessa unga verðbréfasala – það er í rauninni það sem hann minnir helst á.
Stjórnandi sjónvarpsþáttarins segist vera gapandi – en þegar þetta síast inn fyllist maður hryllingi.
En sé það satt sem hann er að segja er í raun ekki annað til ráða en bylting – þar sem Goldman Sachs verður sett af.