Hún er dálítið sérstök forsíðufréttin í Fréttablaðinu í dag.
Þar stendur að auglýsingaherferðin Inspired by Iceland hafi skilað tekjum upp á 34 milljarða í fyrra.
Minna má nú gagn gera.
En það er reyndar spurning hvernig þessi tala er fengin.
Jú, það komu fleiri ferðamenn til Íslands en útlit var fyrir þegar Eyjafjallajökull gaus. Það er kannski smá einföldun að halda því fram að Inspired by Iceland sé eina skýringin.
Í lok fréttarinnar er rætt við fulltrúa stofnunar sem nefnist Íslandsstofa. Hún er að afla fjár til að geta haldið áfram að auglýsa á næsta ári – og þarf auðvitað að sýna fram á árangur í siðasta ári. Og þá er gott að fá svona fréttatilkynningar birtar á forsíðum blaða.