Tvær stórmerkar konur eru gestir í Silfri Egils í dag.
Annarar hefur áður verið getið hér, það er heimspekingurinn, eðlisfræðingurinn og baráttukonan Vandana Shiva frá Indlandi.
Hin heitir Margit Kennedy og er sérfræðingur í peningamálum. Margit Kennedy telur að fyrirkomulag peningamála í heiminum leiði af sér óstöðugleika, ójöfnuð og sé stórskaðlegt fyrir umhverfið. Hún er í hópi fólks sem leitar leiða til að byggja upp ný gjaldmiðilskerfi. Bók eftir hana sem hefur verið þýdd á tuttugu og tvö tungumál nefnist á ensku Interest and Inflation-Free Money, Creating an Exchange Medium that works for Everybody and Protects the Earth.