Meðal efnis í Silfri Egils á sunnudag verður viðtal við hina stórmerku baráttukonu Vandana Shiva.
Vandana Shiva er heimspekingur og umhverfisverndarsinni frá Indlandi. Barátta hennar hefur ekki síst beinst gegn stórfyrirtækjum eins og Monsanto sem hanna erfðabreytt korn og fara um heiminn og tryggja sér einkarétt á sáðkorni. Þetta hefur komið indverskum smábændum í hörmulega stöðu – Vandana Shiva berst fyrir málstað þeirra.