fbpx
Sunnudagur 14.september 2025
Eyjan

Leiktjöld

Egill Helgason
Föstudaginn 23. september 2011 15:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á nokkrum stöðum á Íslandi hafa risið hús sem eru í anda þess sem menn hafa ímyndað sér að byggingar til forna hafi litið út.

Yfirleitt er þetta gert af ágætum vilja, en bætir svosem ekki sérstaklega miklu við menningarhefð okkar.

Byggingasaga Íslands er týnd og tröllum gefin – af þeirri einföldu ástæðu að það var byggt úr mjög forgengilegum efnum.

Bæir úr torfi og grjóti hurfu aftur til jarðarinnar.

Við Íslendingar eigum ekki fornar kirkjur eða klaustur.

Þó eru  sögur af miklum kirkjum sem hafi verið hér á miðöldum, sú frægasta er Klængskirkja sem var risastór smíð úr timbri.

Mér hefur alltaf þótt ráðgáta hvernig menn fóru að því að drösla stærstu trjábolunum til Íslands. Pétur Gunnarssons skrifar um það í bókaflokki sínum Skáldsögu Íslands.

Sögur eru líka um miklar kirkjur  á Hólum  sem fuku eða brunnu.

Varla nokkrum mun koma í hug að endurbyggja þessar kirkjur. Við vitum heldur ekki hvernig þær litu út, því Íslendingar kunnu ekki að gera myndir.

Það er í bókum og ritmáli sem menningararfur okkar varðveittist. Þegar Íslendingar voru hvað fátækastir var eiginlega ekkert eftir nema þessar skræður.

Það er af öruglega af góðum hug sem duglegir menn eru að smíða fornminjar út um land, en á stað eins og Skálholti hefur það ekki mikið upp á sig – saga og menning staðarins hefur geymst á öðru formi og óþarfi að setja upp leiktjöld.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Jóhannes Valgeir látinn

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigurður Gylfi skrifar: Háskólinn og Hótel Saga sáluga – Svar við rangfærslum DV

Sigurður Gylfi skrifar: Háskólinn og Hótel Saga sáluga – Svar við rangfærslum DV
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Ýmsa langar að leiða lista Sjálfstæðisflokksins þrátt fyrir vonda áru

Orðið á götunni: Ýmsa langar að leiða lista Sjálfstæðisflokksins þrátt fyrir vonda áru
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Binni í Vinnslustöðinni spinnur fantasíu

Orðið á götunni: Binni í Vinnslustöðinni spinnur fantasíu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði