Það er ekki vitlausara en hvað annað að kalla Hringbrautina Þórbergsstræti.
Því Hringbraut er óskiljanlegt nafn.
Hringbrautin fer ekki í hring, heldur liggur í sem næst beinni línu frá Ánanaustum upp að Snorrabraut.
Í máli eldri Reykvíkinga sem ég þekki heitir Snorrabrautin reyndar Hringbraut.
Hún var nefnilega partur af hringveginum sem átti að liggja í kringum Reykjavík samkvæmt gömlu skipulagi – en varð aldrei að veruleika.