fbpx
Sunnudagur 14.september 2025
Eyjan

Þriðja atrennan

Egill Helgason
Miðvikudaginn 21. september 2011 10:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stundum er eins og maður kannist við eitthvað í umræðunni, en gullfiskaminnið er þeirrar gerðar að maður getur ekki verið viss.

Það er til dæmis málsóknin vegna hryðjuverkalaganna svonefndra. Hafa ekki verið teknir nokkrir hringir í þeirri umræðu?

Sigrún Davíðsdóttir heldur ýmsu til haga og staðfestir að svo sé í pistli sem hún flutti í Speglinum. Hún rifjar upp að skilanefnd Kaupþings fór í könnun á málinu fyrir breskum dómstóli, úr varð ekki málsókn heldur upplýstist að aðgerðir breskra yfirvalda gagnvart Kaupþingi stóðust væntanlega lög, en líka að breska fjármálaeftirlitið tók í raun yfir Kaupþing fyrr en talið var, áður en íslenski Seðlabankinn lánaði bankanum 500 milljónir evra.

Sigrún segir að slitastjórn Landsbankans hafi getað farið eins að, en það hafi greinilega ekki verið vilji til þess. Sigrún segir:

„Núverandi tilhlaup til málaferla er því þriðja atrennan. Viðbótin nú er skýrsla fjármálaráðherra um meint tjón, veitir gleggri upplýsingar, að mati eins heimildamanns Spegilsins, en hefur ekki endilega bein áhrif á möguleika málshöfðunar. Og talandi um mál. Það væri reyndar áhugavert að sjá heildar úttekt á tjóninu sem hrun bankanna olli. Hrun, sem ekki stafaði af aðgerðum Breta, heldur af hömlulausri ásókn stærstu eigenda bankanna og vildarviðskiptavina í lánsfé og greiðvikni stjórnenda bankanna við þessa aðila.

Í viðtali við Ríkisútvarpið nýlega sagði Árni Páll Árnason efnahags- og viðskiptaráðherra að á grundvelli þessarar skýrslu vildi hann koma fram bótakröfum á hendur Bretum. Ráðherrann bendir á bæði Mannréttindadómstólinn og Alþjóða dómstólinn. Spegillinn hefur borið undir nokkra lögfræðinga hvort þessir tveir dómsstólar séu rétti vettvangurinn í hugsanlegu bótamáli. Svarið er að nei, það séu þeir tæplega.

Þá víkur málinu aftur að málinu sem aldrei var höfðað þarna í árslok 2008. Staðfestingarmál þarf að hefja innan þriggja mánaða frá því stjórnvaldsaðgerð er beitt. Slíkt mál var aldrei höfðað varðandi Landsbankann. Þess vegna er enn ekki vitað hvort beiting hryðjuverkalaganna stóðst bresk lög. Og þó hefði sú vitneskja verið forsenda frekari aðgerða. Þó margt hafi síðar komið fram í rannsóknarnefndarskýrslunni um aðstæður Landsbankans er aldrei að vita hvaða upplýsingar hefðu komið fram í svona máli. Kyrrsetning eigna Landsbankans hafði miklu víðtækari afleiðingar en aðgerðirnar gegn Kaupþingi. Þess vegna er svo óskiljanlegt af hverju var aldrei látið reyna á hvort þessi aðgerð stóðst eða ekki.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Jóhannes Valgeir látinn

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigurður Gylfi skrifar: Háskólinn og Hótel Saga sáluga – Svar við rangfærslum DV

Sigurður Gylfi skrifar: Háskólinn og Hótel Saga sáluga – Svar við rangfærslum DV
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Ýmsa langar að leiða lista Sjálfstæðisflokksins þrátt fyrir vonda áru

Orðið á götunni: Ýmsa langar að leiða lista Sjálfstæðisflokksins þrátt fyrir vonda áru
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Binni í Vinnslustöðinni spinnur fantasíu

Orðið á götunni: Binni í Vinnslustöðinni spinnur fantasíu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði