Það er sagt að þegar KR var að spila á Melavellinum í gamla daga hafi stundum heyrst hrópað: „Blikkið! Blikkið!“
Fæstir skildu þetta nema leikmennirnir, en það þýddi að tefja átti leikinn með því að sparka boltanum yfir bárujárnsgirðinguna umhverfis völlinn, út á Suðurgötu, helst út að Háskóla.
Þetta er svipað því sem Barack Obama gerði hjá Sameinuðu þjóðunum í dag. Hann sparkaði bara boltanum langt langt burt.
Sýndi það í leiðinni að Bandaríkin munu lúta vilja Ísraels, hvað sem tautar og raular. Palestínumönnum er vísað á friðarviðræður sem hafa ekki skilað neinu fyrir þá. Ræðan gaf þeim enga von. Ísraelar geta haldið áfram að þrengja að þeim með landránsbyggðum sínum og nýlendustefnu.