fbpx
Sunnudagur 14.september 2025
Eyjan

Heimstónlistarhús

Egill Helgason
Sunnudaginn 18. september 2011 23:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Harpa sannaði sig sem heimsklassa tónlistarhús í kvöld. Það kæmi manni ekki á óvart þótt hingað lægi straumur af heimstónlistarmönnum sem vildu spila í húsinu.

Tónleikar Gautaborgarsinfóníunnar undir stjórn Gustavo Dudamel voru stórviðburður.

Við heyrðum himneska útgáfu af klarinettkonsert Mozart – hann var leikinn á basset-klarinett (hér með leiðrétt!) af Martin Fröst. Þessi grannvaxni Svíi er eins og dálítið stríðnislegur skógarpúki á sviðinu – það var unun að fylgjast með samspili hans og stjórnandans. Þetta var ekki klarinettleikur eins og maður á að venjast – stífur maður að blása í rör – heldur eins og innileg og ofurlítið heiðin helgistund. Hæst náði tónlistin þegar hún sveif upp um þiljurnar í hinum ofurfallega öðrum þætti. Það er makalaust hvað lágvær tónlist heyrist vel i húsinu.

Ég hef aldrei verið mikill aðdáandi Tsjaikovkís. En það er svona sem á að njóta hans. Ekki af plötum, heldur í hljómlistarsal með stóra hljómsveit sem gefur allt í flutninginn og nær að skila ofsafengnum tilfiningunum. Á dagskránni var sinfónía númer 6. Margir þekkja stefið í öðrum hluta fyrsta kaflans – það hefur verið notað í kvikmyndum og dægurtónlist – en það var í hinum ofsafengna þriðja kafla sem flutningurinn náði hápunkti. Það var erfitt að klappa ekki eða hrópa upp yfir sig eftir hann.

Sjötta sinfónía Tsjaikovskís er einnig nefnd pathétique. Í gamni má þýða það sem „aumu“ sinfóníuna. En það er hún auðvitað ekki. Hún er átakanleg. Í henni má greina mikið tilfinningauppnám og átök í sál þessa óhamingjusama Rússa. Hann dó aðeins rúmri viku eftir frumflutninginn – ekki er víst hvort kólera varð honum að aldurtila eða hvort hann fyrirfór sér – og hafði sjálfur miklar efasemdir um verkið. En það var ekki nýtt þegar þessi kvalda sál var annars vegar.

Dudamel hefur mætt nokkurri mótdrægni í fjölmiðlum upp á síðkastið – kannski er ekki von á öðru þegar ungur maður skýst svo hratt upp á stjörnuhimininn. Hann er aðalhljómsveitarstjóri í Los Angeles þar sem baknag er þjóðaríþrótt. Myndir af honum voru settar út um alla borg þegar hann tók við fílharmóníunni þar. En hér stóð hann undir öllu því lofi sem hann hefur verið hlaðinn. Það var fínlegt jafnvægi í Mozart og ólgandi tilfinningar í Tsjaikovskí.

Hljómsveitinni var ákaft fagnað í lok tónleikanna og endaði með því að spila aukalag – það var Intermezzo úr Manon Lescaut eftir Puccini. Það var falleg stund.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Jóhannes Valgeir látinn

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigurður Gylfi skrifar: Háskólinn og Hótel Saga sáluga – Svar við rangfærslum DV

Sigurður Gylfi skrifar: Háskólinn og Hótel Saga sáluga – Svar við rangfærslum DV
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Ýmsa langar að leiða lista Sjálfstæðisflokksins þrátt fyrir vonda áru

Orðið á götunni: Ýmsa langar að leiða lista Sjálfstæðisflokksins þrátt fyrir vonda áru
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Binni í Vinnslustöðinni spinnur fantasíu

Orðið á götunni: Binni í Vinnslustöðinni spinnur fantasíu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði