Líklega ætti að vera nokkuð breið samstaða um það meðal þjóðarinar að Ísland styðji það að Sameinuðu þjóðirnar viðurkenni Palestínu sem sjálfstætt ríki.
Það er ekki hægt að leiða hjá sér þá hræðilegu kúgun og ofríki sem Palestínumenn eru beittir. Hana verður að stöðva, Palestínumenn verða fá að eiga heimkynni sín óáreittir – það verður að koma vitinu fyrir Ísraelsstjórn.
Vísir greinir frá því að utanríkisráðherra Íslands ætli að greiða atkvæði með tillögunni og segir jafnframt að Össur Skarphéðinsson hafi rætt málið í utanríkismálanefnd.
Bandaríkin beita líklega neitunarvaldi gegn þessu í Öryggisráðinu – og það verður sorglegt að fylgjast með því. Þá er ágætt að vita að Ísland taki ábyrga og heiðarlega afstöðu – sem betur fer ásamt með fjölda annarra þjóða.