fbpx
Sunnudagur 14.september 2025
Eyjan

Stjarnan Dudamel

Egill Helgason
Föstudaginn 16. september 2011 16:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekki ofmælt að Gustavo Dudamel, sá sem stjórnar Gautaborgarsinfóníunni í Hörpu á sunnudagskvöld, sé stjarna. Hann er ein skærasta stjarnan á festingu klassískrar tónlistar í dag.

Hann er kornungur, aðeins þrítugur, þykir laglegur og stjórnar með miklum tilþrifum. Hefur stundum verið líkt við rokkstjörnu. Dudamel er frá Venesúela, kannski búast menn ekki við háum standard á klassískri tónlist í því landi, en það er öðru nær – þeir hafa kerfi tónlistarmenntunar sem kallað er einfaldlega El Sistema. Úr því er komin hin fræga æskulýðshljómsveit sem kennd er við Símon Bólivar, þjóðhetju landsins. Dudamel hefur verið listrænn stjórnandi hljómsveitarinnar frá því hann var aðeins nítján ára.  Hann er líka aðalstjórnandi í Gautaborg og tónlistarstjóri fílharmóníuhljómsveitarinnar í Los Angeles.

Dudamel er semsagt tónlistarséní sem verður gaman að sjá í Hörpu. Hann stjórnar meðal annars 6. sinfóníu Tsjaikovskís og klarinettkonsert Mozarts – ég verð samt að viðurkenna að ég hefði kosið að heyra hann glíma við aðeins þyngri efnisskrá – Mahler, Beethoven?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Jóhannes Valgeir látinn

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigurður Gylfi skrifar: Háskólinn og Hótel Saga sáluga – Svar við rangfærslum DV

Sigurður Gylfi skrifar: Háskólinn og Hótel Saga sáluga – Svar við rangfærslum DV
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Ýmsa langar að leiða lista Sjálfstæðisflokksins þrátt fyrir vonda áru

Orðið á götunni: Ýmsa langar að leiða lista Sjálfstæðisflokksins þrátt fyrir vonda áru
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Binni í Vinnslustöðinni spinnur fantasíu

Orðið á götunni: Binni í Vinnslustöðinni spinnur fantasíu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði