Ég er ekki læs á tyrknesku svo þegar ég er í því landi verð ég að reiða mig á enska útgáfu af matseðlum. Það er þó kostur að Tyrkir nota latínuletur – sá merki maður Ataturk kom því í kring.
Í kvöld borðaði á veitingahúsi við þá frægu götu Istiklal Caddesi í Istanbul.
Eins og gjarnt er var mikið um lambakjötsrétti á matseðlinum.
Og líka réttur sem nefndist Grilled Shephard.
Sem myndi þá útleggjast sem Grillaður smali.